Lagastoð og stjórnsýsla - ÍslandSkipulagslögNý skipulagslög nr. 123/2010, voru samþykkt á Alþingi haustið 2010 og taka gildi 1. janúar 2011. Ýmis nýmæli eru í lögunum, m.a. um nýtt skipulagsstig, landsskipulag og síðan atriði sem tengjast stafrænu skipulagi, beint eða óbeint: Í 3. mgr. 45. greinar laganna segir:
Í 1. mgr. 46. greinar laganna segir: Ennfremur segir í 47. grein:
Ólíkt nágrannalöndunum er engin kvöð lögð á sveitarfélögin um þátttöku í þróun og uppbyggingu sameiginlegs landupplýsingagrunns, að frátalinni skyldu til þátttöku í gerð landeignaskrár, sbr. 47. grein, né heldur er framkvæmdavaldinu heimilað að skylda sveitarfélögin til að leggja skipulagsupplýsingar inn í sameiginlegan gagnagrunn. Skylda til að vinna skipulag á stafræna kortagrunna, sbr. 46. grein, getur varla talist haldbær fótfesta í þessu sambandi enda er óraunhæft að vinna skipulag með öðrum hætti en á stafræna (þ.e. tölvutæka) kortagrunna og hefur svo verið um nokkurt skeið. Rétt er að hafa í huga að hugtakið "stafrænn kortagrunnur" er ekki skilgreint í orðskýringum laganna, sbr. 2. grein. Í lögum nr. 103/2006 um landmælingar og grunnkortagerð er m.a. kveðið á um hlutverk Landmælinga Íslands (LMÍ). Þar kemur fram að starfssvið LMÍ takmarkast við gögn í 1:50.000 og að loftmyndataka er ekki innan verksviðs stofnunarinnar. Í skipulagsreglugerð er tilgreint að þéttbýlisuppdráttur aðalskipulags skuli vera í 1:10.000 og deilskipulag er eðlilega í enn stærri mælikvarða. Henni er því ekki ætlað að útvega landupplýsingagrunn til allra þátta skipulagsgerðar. Í þessu samhengi má nefna að í nefndarálti um verðlagningu opinberra gagna sem gefið var út hjá fjármálaráðuneytinu árið 2002 eru landupplýsingar taldar meðal meginskráa stjórnsýslunnar, ásamt landsskrá fasteigna, þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, hlutafélagaskrá og bifreiðaskrá. Lagt hefur verið fram á alþingi frumvarp til laga um grunngerð landupplýsinga. Þar er LMÍ falið það hlutverk að reka landupplýsingagátt þar sem stjórnvöld og aðrir aðilar geta miðlað landupplýsingum sínum. Markmið frumvarpsins er að innleiða INSPIRE tilskipunina en það hefur ekki áhrif á það hvernig hlutverk LMÍ er takmarkað hvað varðar viðhald og þróun landupplýsingagrunns. Þótt þetta frumvarp verði að lögum skortir því enn ákvæði um landupplýsingagrunn fyrir stjórnsýsluna eins og nánar er vikið að í kafla um tillögur. StjórnsýslaUmhverfisráðuneytið fer með skipulagsmál en Skipulagsstofnun annast daglega umsýslu. Engin stofnun eða stjórnvald hefur á sínu verksviði að viðhalda landsþekjandi landupplýsingagrunni sem fullnægir þörfum skipulags á öllum stigum en Þjóðskrá er falið að halda skrá með landupplýsingum um landeignir, mannvirki og staðföng. Samræming innan stjórnsýslunnarEngu samstarfi hefur verið komið á fót beinlínis til að innleiða stafrænt skipulag hér á landi. Samstarf hefur verið um ýmislegt sem varðar landupplýsingar almennt, t.d. um fitjuskrá, sem varð að íslenskum staðli ÍST 120, útgefinn árið 2007 og Landlýsingu, leitarvef um stafræn gagnasöfn sem auðveldar aðgang að lýsigögnum í anda INSPIRE. |